Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

Jólabasarinn verður 12. nóvember

Jólabasarinn verður 12. nóvember
Nú fer að líða að árlega aðal fjáröflunarátaki Hollvina Grensásdeildar, basarnum.  Í ár verður hann haldinn laugardaginn 12. nóvember nk. kl. 13-17 í Safnaðarheimili Neskirkju.  Þar verður til sölu fjöldi fallegra handunninna muna, úrval af tertum, brauði og smákökum og fleira sem hentar vel til gjafa. Og svo eru nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði að vanda. Við verðum einnig með spennandi happdrætti með flottum vinningum, sem velunnarar Hollvina hafa gefið.
 
Við biðjum ykkur að láta vini og vandamenn vita af basarnum  svo að þetta góða tækifæri til fjáröflunar fyrir Grensásdeild nýtist sem allra best.  Eins væri mjög vel þegið ef þau ykkar sem eru á facebook eða öðrum samskiptavefjum gætu látið tengslanet ykkar þar vita. Auglýsingu um basarinn er að finna á Fb síðunni Hollvinir Grensás og auðvelt að deila henni þaðan.
 
Við  hlökkum til að sjá ykkur sem flest á basarnum. Smellið á lesa áfram hér fyrir neðan til að sjá myndir af handunnum munum.
lesa áfram >>>

Edda Heiðrún Backman látin

Edda Heiðrún Backman látin
Edda Heiðrún Backman, heiðursfélagi Hollvina Grensásdeildar og sérstakur ráðunautur samtakanna, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október 58 ára að aldri.
 
Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1978 og leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands 1983.
 
Edda Heiðrún átti farsælan feril sem leikari fram til ársins 2004 en þá greindist hún með MND-sjúkdóminn og varð að hætta að leika. Þá sneri hún sér að leikstjórn og leikstýrði nokkrum fjölda sýninga bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Árið 2008 hóf Edda Heiðrún mála með munninum, bæði vatnslitamyndir og olíu, myndir af fuglum og fólki. Náði hún ótrúlegri leikni í þessari listgrein og haustið 2009 var henni boðin aðild að alþjóðlegum samtökum munn- og fótmálara, „The Association of Mouth and Foot Painters“. Á ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fjölda sýninga, bæði í Reykjavík og út um land, auk þess sem hún átti myndir á sýningum erlendis.
 
lesa áfram >>>

Þau hlaupa fyrir okkur

Þau hlaupa fyrir okkur
Þegar hefur fjöldi hlaupara skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið og fer hópurinn stækkandi með hverjum deginum sem líður. Smellið á eftirfarandi slóð til að sjá lista yfir þá sem ætla að hlaupa til styrktar Grensásdeild:
 
 
 
Smellið á nafn hlaupara og þá birtast upplýsingar um viðkomandi og leiðbeiningar um það hvernig heita má á hann eða hana.
 
 
 
 
 
lesa áfram >>>

Á sprett fyrir Grensás

Á sprett fyrir Grensás
Reykjavíkurmaraþonið 2016 fer fram laugardaginn 20. ágúst nk.. Þetta er orðinn þýðingarmikill árviss atburður fyrir Hollvini Grensásdeildar. Það er vegna þess að áheit á vegum þeirra sem sýnt hafa HG þann hlýhug og stuðning að hlaupa fyrir samtökin eru afar þýðingarmikill og oftast einn helsti tekjuliður þeirra næst á eftir hinum árlega basar samtakanna. Það er því vel þegið ef velunnarar HG sjá sér fært að benda vinum og vandamönnum á að hægt er að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir HG og/eða styrkja málstaðinn með áheiti á hlaupara sem hleypur fyrir HG.
lesa áfram >>>

"Fáðu hann lánaðan í stórafmælið"

Það getur verið snúið að finna afmælisgjöf handa okkur sem erum farin að reskjast. Hér er tækifæri til að láta gott af sér leiða: fá söfnunarbauk HG lánaðan og láta gestina vita að þeir geti stutt Grensásdeild í stað þess að kaupa handa þér afmælisgjöf.
 
Söfnunarbaukurinn var vígður nýlega í sextugsafmæli Birgis Ingimarssonar, stjórnarmanns í Hollvinum Grensáss, og safnaðist drjúg upphæð í þessari frumraun bauksins. Við komum með baukinn til þín og sækjum hann aftur (eða þú getur nálgast hann í afgreiðslunni á Grensásdeild).
 
lesa áfram >>>

Stjórn HG endurkjörin

Stjórn HG endurkjörin
Aðalfundur samtakanna Hollvinir Grensásdeildar (HG) var haldinn í kennslustofu Grensásdeildar LSH miðvikudaginn 3. júní 2016. Í skýrslu stjórnar kemur fram að stjórnin átti fund með yfirstjórn Landspítala háskólasjúkrahúss og kynnti fyrir henni hugmyndir um breytingar á lóð Grensásdeildar með það fyrir augum að hún nýttist sjúklingum til útivistar og þjálfunar. Ennfremur lýsti stjórnin yfir vilja til að koma að verkefnum er vörðuðu umbreytingu á núverandi húsnæði Grensásdeildar. Niðurstaða fundarins var að mikilvægt væri að fram færi frekari greining á fyrirliggjandi hugmyndum og þarfagrein-ingum og nýjar hugmyndir metnar. Stóð Landspítali fyrir hugmyndavinnustofu snemma árs 2016 þar sem þessi mál voru krufin.
 
lesa áfram >>>

Fjölbreytt afmælisrit HG komið út

Fjölbreytt afmælisrit HG komið út
Hollvinasamtökin voru stofnuð árið 2006 og eru því 10 ára um þessar mundir. Af því tilefni var ráðist í útgáfu afmælisrits sem hefur að geyma margvíslegan fróðleik, fréttir og viðtöl. Ritið hefur verið borið út til félagsmanna en einnig má nálgast það hér á vefsíðunni.
lesa áfram >>>

Stórkostleg gjöf Ægis og Fjölnis

Stórkostleg gjöf Ægis og Fjölnis
Hollvinir Grensásdeildar fagna innilega stórkostlegri gjöf Lionsklúbbanna Ægis og Fjölnis til Grensásdeildar.
Í janúar afhentu þeir deildinni mikilvægan búnað af ýmsu tagi sem allir þættir endurhæfingar njóta góðs af. Það er ómetanlegt að eiga svo öfluga og stórhuga bandamenn og þakka Hollvinir Grensásdeildar Lionsklúbbunum Ægi og Fjölni, Agli Ágústssyni fyrrum forstjóra ÍSAM og öðrum forsvarsmönnum söfnunarinnar og síðast en ekki síst öllum sem lögðu fjáröflun þeirra lið.
lesa áfram >>>

Hugmyndastofa: Gerum góðan Grensás betri!

Hugmyndastofa: Gerum góðan Grensás betri!
Merkum áfanga var náð í starfi Hollvina Grensásdeildar 18. og 19. febrúar 2016, þegar Landspítalinn bauð fjölbreyttum hópi til tveggja daga samráðsfundar um framtíð Grensásdeildar. Unnið var samkvæmt svokallaðri 3P aðferðafræði, sem mikið er beitt við úrlausn flókinna viðfangsefna. Gunnhildur Peiser hjúkrunarfræðingur leiddi vinnuna, en hún hefur sérhæft sig í stjórnun 3P vinnustofa. Í hópnum voru um 25 manns, núverandi og fyrrverandi skjólstæðingar Grensássdeildar, aðstandendur, fulltrúar flestra starfsstétta deildarinnar, ásamt fulltrúum fasteignasviðs Landsspítala og stjórn Hollvina Grensásdeildar,
lesa áfram >>>

Stjórn Hollvina fundar með Landspítala

Stjórn Hollvina fundar með Landspítala
Stjórn Hollvina Grensásdeildar átti fund með Páli Mathíassyni forstjóra LSH og nokkrum yfirmönnum spítalans og Grensásdeildar 17. desember sl. Fundurinn var haldinn að beiðni HG. Eftir að ljóst varð eftir fund með heilbriðgðisráðherra í ágúst í fyrra að dráttur yrði á byggingaframkvæmdum við Grensásdeild ákvað stjórn HG að skynsamlegt gæti verið að nýta a.m.k hluta þeirr fjármuna sem fyrir hendi eru til að endurhanna lóðina við Grensásdeild og gera hana þannig að hún nýtist skjólstæðingum deildarinnar til útivistar og til þjálfunar. Reisa þarf garðskála og koma fyrir aflíðandi stígum, þrepum og brúnum sem brýnt er að hreyfihamlaðir geti æft sig á. Auk trjágróðurs og blóma, mætti koma fyrir matjurtagarði og hluti beðanna gæti verið upphækkaður – t.d. á borðum – þannig að vinna mætti við þau úr hjólastól. Þannig gæfi garðurinn nýja möguleika fyrir iðjuþjálfun. Þessi hugmynd fékk góðan hljómgrunn hjá forsvarsmönnum spítalans.
 
 
lesa áfram >>>
Eldri

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn