Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

16. júlí 2017

Grensás- Minningarorð um Kristínu Erlu

Minningarorð um Kristínu Erlu

Kristín Erla Albertsdóttir, guðmóðir Hollvina Grensásdeildar, lést þann 25. júní 2017. Hún var eiginkona Gunnars Finnssonar stofnanda og fyrsta formanns HG og tók mikinn þátt í störfum hans fyrir samtökin alla tíð – eflaust frá því hugmyndin að þeim kom fyrst fram í samtölum þeirra hjóna.
 
Í þessu verkefni, eins og öllum öðrum störfum Gunnars, stóð Kristín þétt við hlið hans, á sinn hógværa og kyrrláta hátt. Alla formannstíð Gunnars, frá stofnun samtakanna 2006 til dánardags hans 2014, voru stjórnarfundir haldnir að heimili þeirra hjóna að Boðagranda 2, og voru öllum tilhlökkunarefni því veitingar Kristínar voru sannarlega höfðinglegar.
 
Kristín tók þátt í starfi Hollvinanna og stóð meðal annars langar vaktir á jólabasarnum hvert ár. Það var greinilegt að hún hafði gaman af fjölmenninu og þekkti marga gestanna. Saman glöddumst við svo yfir góðum árangri í dagslok.

Mikil umskipti urðu á lífi Kristínar þegar Gunnar féll frá síðsumars 2014. Þrátt fyrir hrakandi heilsu hélt hún áfram að aðstoða Hollvinina meðan kraftar entust. Fyrir það erum við henni sérstaklega þakklát.
 
Hollvinir Grensásdeildar þakka Kristínu Erlu Albertsdóttur ómetanlegan stuðning og biðja henni blessunar.
 
Guðrún Pétursdóttir formaður HG
Til baka

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn