Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

06. júlí 2017

Grensás- Kraftaklerkurinn styður Grensásdeild

Kraftaklerkurinn styður Grensásdeild

Í meira en áratug hefur „Kraftaklerkurinn“ sr. Gunnar Sigurjónsson boðið til Mótorhjólamessu í Digranesskirkju á annan í hvítasunnu. Þar er allt mótorhjólafólk landsins velkomið og koma margir langan veg, jafnvel af Austurlandi, til að taka þátt í þessari einstöku messugjörð.
 
Árum saman hefur Mótorhjólamessan skilað dýrmætu framlagi til Hollvina Grensásdeildar, því Grillhúsið býður upp á sérstakan hamborgara, Kraftaklerkinn, á öllum sínum sölustöðum þennan dag og rennur allt andvirðið til Grensásdeildar. Ekki nóg með það, heldur tvöfalda Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir fjárhæðina með því að leggja fram krónu á móti krónu. Í ár nam söfnunarféð nærri hálfri milljón króna, sem afhent var Hollvinum Grensásdeildar.
 

Hollvinir Grensásdeildar þakka þennan einstæða og skemmtilega stuðning og hvetja alla til að fá sér kraftaklerk í Grillhúsinu á annan í hvítasunnu, hvort sem er á Sprengisandi, við Tryggvagötu eða í Borgarnesi!
 
Krafaklerkurinn
 
Sr. Gunnar Sigurjónsson kraftaklerkurinn í Digranesskirkju, Þórður Bachman eigandi Grillhússins og Steinmar Gunnarsson ritari Bifhjólasamtaka lýðveldisins Sniglanna, bjóða formanni Hollvina Grensásdeildar, Guðrúnu Pétursdóttir einn nýsteiktan kraftaklerk á Grillhúsinu við Sprengisand, sem tákn um hálfrar milljón króna styrk til Hollvinanna.
 
 
Til baka

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn