Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

07. nóvember 2016

Grensás- Jólabasarinn verður 12. nóvember

Jólabasarinn verður 12. nóvember

Nú fer að líða að árlega aðal fjáröflunarátaki Hollvina Grensásdeildar, basarnum.  Í ár verður hann haldinn laugardaginn 12. nóvember nk. kl. 13-17 í Safnaðarheimili Neskirkju.  Þar verður til sölu fjöldi fallegra handunninna muna, úrval af tertum, brauði og smákökum og fleira sem hentar vel til gjafa. Og svo eru nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði að vanda. Við verðum einnig með spennandi happdrætti með flottum vinningum, sem velunnarar Hollvina hafa gefið.
 
Við biðjum ykkur að láta vini og vandamenn vita af basarnum  svo að þetta góða tækifæri til fjáröflunar fyrir Grensásdeild nýtist sem allra best.  Eins væri mjög vel þegið ef þau ykkar sem eru á facebook eða öðrum samskiptavefjum gætu látið tengslanet ykkar þar vita. Auglýsingu um basarinn er að finna á Fb síðunni Hollvinir Grensás og auðvelt að deila henni þaðan.
 
Við  hlökkum til að sjá ykkur sem flest á basarnum. Smellið á lesa áfram hér fyrir neðan til að sjá myndir af handunnum munum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Til baka

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn