Hollvinir Grensás safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Hægt er að velja um mismunandi leiðir með því að smella á tenglana hér að neðan

Hlaupum til góðs!

Hlaupum til góðs!
Grensásdeild hefur svo sannarlega notið góðs af Reykjavíkurmaraþoninu gegnum tíðina. Nú styttist í næsta haup og við hvetjum alla velunnara Grensásdeildar til að heita á þá sem hlaupa til styrktar deildinni.
HÉR má sjá lista yfir þá sem þegar hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið 2017 og munu hlaupa til styrktar Grensásdeild. Styrkjum þá sem styðja okkur!
 
Þökkum stuðninginn!
lesa áfram >>>

Minningarorð um Kristínu Erlu

Minningarorð um Kristínu Erlu
Kristín Erla Albertsdóttir, guðmóðir Hollvina Grensásdeildar, lést þann 25. júní 2017. Hún var eiginkona Gunnars Finnssonar stofnanda og fyrsta formanns HG og tók mikinn þátt í störfum hans fyrir samtökin alla tíð – eflaust frá því hugmyndin að þeim kom fyrst fram í samtölum þeirra hjóna.
 
Í þessu verkefni, eins og öllum öðrum störfum Gunnars, stóð Kristín þétt við hlið hans, á sinn hógværa og kyrrláta hátt. Alla formannstíð Gunnars, frá stofnun samtakanna 2006 til dánardags hans 2014, voru stjórnarfundir haldnir að heimili þeirra hjóna að Boðagranda 2, og voru öllum tilhlökkunarefni því veitingar Kristínar voru sannarlega höfðinglegar.
 
Kristín tók þátt í starfi Hollvinanna og stóð meðal annars langar vaktir á jólabasarnum hvert ár. Það var greinilegt að hún hafði gaman af fjölmenninu og þekkti marga gestanna. Saman glöddumst við svo yfir góðum árangri í dagslok.
lesa áfram >>>

Kraftaklerkurinn styður Grensásdeild

Kraftaklerkurinn styður Grensásdeild
Í meira en áratug hefur „Kraftaklerkurinn“ sr. Gunnar Sigurjónsson boðið til Mótorhjólamessu í Digranesskirkju á annan í hvítasunnu. Þar er allt mótorhjólafólk landsins velkomið og koma margir langan veg, jafnvel af Austurlandi, til að taka þátt í þessari einstöku messugjörð.
 
Árum saman hefur Mótorhjólamessan skilað dýrmætu framlagi til Hollvina Grensásdeildar, því Grillhúsið býður upp á sérstakan hamborgara, Kraftaklerkinn, á öllum sínum sölustöðum þennan dag og rennur allt andvirðið til Grensásdeildar. Ekki nóg með það, heldur tvöfalda Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir fjárhæðina með því að leggja fram krónu á móti krónu. Í ár nam söfnunarféð nærri hálfri milljón króna, sem afhent var Hollvinum Grensásdeildar.
 
lesa áfram >>>

Aðalfundur 2017: Guðrún tekur við af Ottó

Aðalfundur 2017: Guðrún tekur við af Ottó
Aðalfundur samtakanna Hollvinir Grensásdeildar (HG) var haldinn þriðjudaginn 6. júní 2017 á Grensásdeild.
Páll Svavarsson stýrði fundinum. Ottó Schopka formaður stjórnar flutti skýrslu stjórnar og Þórunn Þórhallsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins.
 
Auk fjáröflunar og stuðnings við tækjakaup Grensásdeildar, var aðalverkefni félagsins á starfsárinu 2016 að undirbúa umbætur á húsnæði Grensásdeildar, stækkun þess og endurskipulagningu. Stjórnin hefur einnig hug á að lóð Grensásdeildar verði endurbætt, þannig að hún nýtist skjólstæðingum deildarinnar til útivistar og þjálfunar.
 
lesa áfram >>>

Jólabasarinn verður 12. nóvember

Jólabasarinn verður 12. nóvember
Nú fer að líða að árlega aðal fjáröflunarátaki Hollvina Grensásdeildar, basarnum.  Í ár verður hann haldinn laugardaginn 12. nóvember nk. kl. 13-17 í Safnaðarheimili Neskirkju.  Þar verður til sölu fjöldi fallegra handunninna muna, úrval af tertum, brauði og smákökum og fleira sem hentar vel til gjafa. Og svo eru nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði að vanda. Við verðum einnig með spennandi happdrætti með flottum vinningum, sem velunnarar Hollvina hafa gefið.
 
Við biðjum ykkur að láta vini og vandamenn vita af basarnum  svo að þetta góða tækifæri til fjáröflunar fyrir Grensásdeild nýtist sem allra best.  Eins væri mjög vel þegið ef þau ykkar sem eru á facebook eða öðrum samskiptavefjum gætu látið tengslanet ykkar þar vita. Auglýsingu um basarinn er að finna á Fb síðunni Hollvinir Grensás og auðvelt að deila henni þaðan.
 
Við  hlökkum til að sjá ykkur sem flest á basarnum. Smellið á lesa áfram hér fyrir neðan til að sjá myndir af handunnum munum.
lesa áfram >>>

Edda Heiðrún Backman látin

Edda Heiðrún Backman látin
Edda Heiðrún Backman, heiðursfélagi Hollvina Grensásdeildar og sérstakur ráðunautur samtakanna, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október 58 ára að aldri.
 
Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1978 og leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands 1983.
 
Edda Heiðrún átti farsælan feril sem leikari fram til ársins 2004 en þá greindist hún með MND-sjúkdóminn og varð að hætta að leika. Þá sneri hún sér að leikstjórn og leikstýrði nokkrum fjölda sýninga bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Árið 2008 hóf Edda Heiðrún mála með munninum, bæði vatnslitamyndir og olíu, myndir af fuglum og fólki. Náði hún ótrúlegri leikni í þessari listgrein og haustið 2009 var henni boðin aðild að alþjóðlegum samtökum munn- og fótmálara, „The Association of Mouth and Foot Painters“. Á ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fjölda sýninga, bæði í Reykjavík og út um land, auk þess sem hún átti myndir á sýningum erlendis.
 
lesa áfram >>>
Eldri

Frá stjórn HG
 
Verið velkomin á heimasíðu Hollvina Grensásdeildar (HG) og þakka ykkur fyrir áhugann sem þið sýnið með því að líta inn. Hér má finna ýmsan fróðleik um starf og mikilvægi Grensásdeildar fyrir þjóðfélag okkar.
 
Fara í myndasafn